• Elmar Snorrason

Ný sending að koma í hús

Updated: Oct 29

Góðan dag. Þá er komið að forsölu hjá Jeppafelgur.is, nú eru felgurnar lagðar af stað frá Rotterdam. Áætluð koma skipsins til Íslands er á sunnudaginn 23. október og þá þarf ég nokkra daga til að nálgast gáminn og raða inn.

Ég ætla að reyna að hafa þetta einfalt. Hjálagður er vörulistinn og þar koma allar upplýsingar um felgurnar fram. Það er sama útlit á öllum felgunum, sem hægt er að sjá inni á jeppafelgur.is. Til að panta felgur þarf að senda mér tölvupóst á jeppafelgur@jeppafelgur.is (ekki skilaboð á Facebook eða aðrar leiðir nú í forsölunni) og segja hvaða línunúmer í listanum þú vilt og á hvaða kennitölu viðskiptin fara fram. Þar sem ég á misjafnlega marga ganga í hverri gerð gildir reglan "Fyrstur kemur, fyrstur fær", eða í þessu tilfelli þau sem senda tölvupóst fyrst eru fyrst í röðinni. Ég sel einungis í heilum göngum, 4 stykki, og öll verð miðast við heilan gang. Til að staðfesta pöntunina þarf að greiða fyrir felgurnar. Ég gef út reikning og sendi í tölvupósti og stofna kröfu í netbanka með eindaga mánudaginn 24. október. Ef reikningur er ekki greiddur á þriðjudaginn þá kreditfæri ég reikninginn og felli kröfuna. Ég get ekki skipt greiðslum eða boðið raðgreiðslur. Afhending verður ef allt gengur eftir kl 17 á fimmtudag 27. október, eða eftir samkomulagi. Ég er ekki með sérstakan opnunartíma, heldur í samráði við hvern og einn, yfirleitt milli kl 20 og 22 á kvöldin. Ég er staðsettur á Leirá í Hvalfjarðarsveit, best er að slá inn Jeppafelgur.is á Google maps til að sjá nákvæma staðsetningu. Ekkert mál að koma felgum á Landflutninga eða Flytjanda.

Ég vona að þetta sé einfalt og skilvirkt. Ef upp koma spurningar þá er sjálfsagt að svara þeim í tölvupósti eða í síma 866-6443.

Kv. Elli

105 views0 comments

Recent Posts

See All

Ný felgusending er á leið til landsins. Sendingin er væntanleg í kringum 20. - 25. október heim á hlað til mín og verður þá þegar til afgreiðslu. Ég mun fara af stað með forpöntun úr þessari sendingu

Nóg er til af felgum núna. Mér hefur ekki gefist tími til að uppfæra vefverslunina en ég set inn listann hér af þeim felgum sem til eru núna á næstsíðasta degi ársins 2021. Farið er að þynnast í nokkr