• Elmar Snorrason

Vor-Des sendingin

Í bland við góðar fréttir koma svolítið slæmar fréttir.

Góðu fréttirnar eru þær að ég er kominn með pláss í skipi fyrir "vorsendinguna". Skipið á að sigla 3. okt og venjulega hefur þetta tekið um 2 mánuði. Vonandi er hægt að reikna með að þetta detti inn á gólf hjá mér í byrjun desember.

Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að flutningskostnaður hefur heldur betur aukist og það ekkert bara smá. Þrátt fyrir hagstæðara gengi nú heldur en síðast hefur hrávöruverð hækkað sem étur gengislækkun nokkurn vegin alveg og áðurnefndur flutningskostnaður neyðir mig til að hækka vöruverð um nokkur prósent.

Meira um það síðar.

106 views0 comments

Recent Posts

See All

Nóg er til af felgum núna. Mér hefur ekki gefist tími til að uppfæra vefverslunina en ég set inn listann hér af þeim felgum sem til eru núna á næstsíðasta degi ársins 2021. Farið er að þynnast í nokkr

Í morgun byrjaði ég forsölu á felgum. Sala fer vel af stað og tvær týpur hafa nú þegar selst upp. Felgurnar eru væntanlegar til landsins á mánudaginn og verða vonandi komnar inn á gólf hjá mér til afg

Felgurnar eru komnar til Rotterdam en örlítið seinni en skipaáætlun gaf til kynna. Felgurnar leggja af stað frá Rotterdam 16. desember og er það þá dagurinn sem ég hef forsölu. Við erum því að horfa á