
Elmar Snorrason
Vorsendingin?
Vorsendingin!
Já blessuð vorsendingin, sú sem átti að koma í lok apríl í eðlilegu árferði en á henni hafa orðið nokkrar tafir, nokkrum sinnum. Í dag er staðan sú að búið er að framleiða allar mínar felgur. Þær voru tilbúnar um 20. ágúst. Frá upphafi ágúst hefur framleiðandi minn beðið eftir svari frá flutningsaðilum um pláss til Rotterdam. Það er enn algjör óvissa um hvenær pláss fæst en vonandi fer það að detta inn. Síðan er þetta uþb tvo mánuði Ninbo-Rotterdam-Ísland.
Við erum því farin að horfa á í fyrsta lagi í (byrjun?) Nóvember.
Ég set inn aðra færslu þegar ég veit meira. Kærar þakkir fyrir þolinmæðina.